fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Tómas vekur athygli á óhugnanlegu atviki – Lést eftir að hafa fengið boltann í höfuðið

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. október 2022 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virkilega sorglegt atvik átti sér stað á Englandi nýlega er knattspyrnudómarinn Michael Grant lést.

Grant sá um að dæma leik í skóla í Sleaford á Englandi en um var að ræða leik í yngri flokkum.

Grant var duglegur að dæma leiki á þessu stigi og hafði gaman að en hann lést nýlega eftir að hafa fengið fasta fyrirgjöf í andlitið.

Grant lést vegna heilablæðingar en hann skilur eftir sig bæði eiginkonu og dóttur.

Ekki ósvipað atvik átti sér stað í 3. deildinni hér heima í sumar er dómarinn Tómas Meyer var fluttur á sjúkrahús í leik Augnabliks og KH.

Tómas rotaðist í þeim leik er boltanum var spyrnt í höfuð hans en atvikið átti sér stað eftir aukaspyrnu.

Sjúkrabíll var kallaður á staðinn en leikmenn liðanna voru að fara að hefja endurlífgun þegar Tómas rankaði við sér og hóf að anda á nýjan leik.

Það er einmitt Tómas sem vekur athygli á atvikinu á Englandi og skrifaði Facebook færslu sem má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Í gær

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi