fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Trump fagnar – „Ég sný aftur á mánudaginn“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. október 2022 06:40

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vekur gleði hjá Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, að Elon Musk er búinn að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter. Í tilkynningu frá Trump óskar hann Musk til hamingju með kaupin og segist reikna með að snúa aftur á Twitter eftir helgi.

„Ég óska Elon Musk til hamingju með kaup hans á Twitter. Margir telja að þetta sé nauðsynleg breyting því fyrri stjórnendur höfðu áhyggjur af „woke“ dagskránni. Ég hef fengið upplýsingar um að búið verði að opna aðgang minn aftur á mánudaginn. Við sjáum hvað gerist,“ skrifaði Trump.

Í kjölfar árásar stuðningsmanna Trump á bandaríska þingið í janúar á síðasta ári ákváðu stjórnendur Twitter, sem nú eru fyrrum stjórnendur fyrirtækisins, að útiloka Trump frá miðlinum. Ástæðan var að þeir höfðu áhyggjur af að hann myndi hvetja til ofbeldis í kjölfar þess að hann birti myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann sagðist „elska“ og „skilja“ fólkið sem réðst á þinghúsið.

Á þeim tíma var Trump meðal þeirra sem flestir fylgdu á Twitter eða rúmlega 88 milljónir notenda.

Facebook og Instagram lokuðu einnig á hann í kjölfar árásarinnar og er enn lokað á hann hjá þessum samfélagsmiðlum.

Hann stofnaði því samfélagsmiðilinn Truth Social til að geta tjáð sig eins og hann vill. Hann virkar nokkurn veginn eins og Twitter en á Truth Social deila notendur „sannleika“ í stað „tísts“.

Gagnrýnendur segja að Truth Social eigi í vandræðum vegna útbreiðslu hatursræðu og lyga. Hópar, sem styðja samsæriskenninguna QAnon, eru áberandi á miðlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða