fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Reyndi að hughreysta leikmann Liverpool í gær – ,,Veit ekki hvort hann hafi skilið eitt einasta orð“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 27. október 2022 19:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darwin Nunez var mjög pirraður í hálfleik í gær er Liverpool spilaði við Ajax í Meistaradeild Evrópu.

Nunez klikkaði á dauðafæri í fyrri hálfleik í 3-0 sigri Liverpool en hann bætti upp fyrir það og skoraði annað mark liðsins.

Andy Robertson, bakvörður Liverpool, segir frá reiði Nunez en hann reyndi að tala leikmanninn til í leikhléi en veit ekki hvort það hafi skilað sér.

,,Darwin var mjög reiður út í sjálfan sig í hálfleik og bara svekktur eftir að hafa klikkað á færinu,“ sagði Robertson.

,,Ég sit hliðina á honum í búningasklefanum og ég veit ekki hvort hann hafi skilið eitt einasta orð sem ég sagði en ég sagðist ætla að gefa boltann fyrir á hann og hann myndi skora.“

,,Hann náði að skora seinna markið og Harvey kláraði svo leikinn með frábæru marki og við vorum alltaf með stjórnina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot