fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Staðfestir áhuga Arsenal – Mun kosta meira en Antony

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. október 2022 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carlo Nicolini, sem starfar fyrir Shakhtar Donetsk, hefur staðfest áhuga Arsenal á Mykhaylo Mudryk, leikmanni félagsins.

Þessi 21 árs gamli kantmaður hefur vakið mikinn áhuga stærri félaga með frammistöðu sinni á tímabilinu. Arsenal hefur hvað helst verið nefnt sem hugsanlegur framtíðaráfangastaður Úkraínumannsins.

Þó segir Nicolini að Manchester City hafi einnig áhuga.

„Þetta eru tvö félög sem hafa áhuga á leikmanninum. Það eru þó líka önnur félög sem geta borgað fyrir hann eins og ekkert sé,“ segir Nicolini.

„Það eru félög á Englandi, Spáni og í Frakklandi. Það þarf samt að borga rétta upphæð. Ásamt Mbappe, Leao og Vinicius er Mudryk sá besti í sinni stöðu í dag.“

Það verður alls ekki ódýrt fyrir félög að fá Mudryk.

„Við verðmetum hann á meira en Antony kostaði Manchester United. Hann fór á 100 milljónir evra. Við þurfum ekki að selja hann. Ef þú vilt leikmann sem getur skipt sköpum fyrir þig þarftu að borga,“ segir Nicolini.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot