Wesley Sneijder, goðsögn hollenska landsliðsins, er ekki hrifinn af miðjumanninum Edson Alvarez sem leikur með Ajax.
Sneijder er fyrrum leikmaður Ajax og ræddi Alvarez í amtali við Veronica Offside og var ansi harðorður.
Chelsea er talið hafa boðið 50 milljónir evra í Alvarez í sumar en Ajax tók ekki í mál að selja á þeim tímapunkti.
Sneijder telur að það hafi verið mistök af hálfu Ajax og að Alvarez sé ekki leikmaður sem liðið þurfi á að halda.
,,Alvarez gefur boltann til baka eða til hliðar, hann er gagnslaus. Þeir hefðu átt að senda hann til London sem fyrst,“ sagði Sneijder.
,,Þú hefðir getað fengið inn tvo almennilega leikmenn fyrir þetta verð.“