fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Segir að þessir vilji fá forsetastól Pútíns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. október 2022 08:00

Fjöldi lífvarða fylgir Pútín hvert skref. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir kandídatar sem bíða þess að taka við forsetaembættinu í Rússlandi af Vladímír Pútín. Þetta er mat Kyrylo Budanov, yfirmanns leyniþjónustu úkraínska hersins.

Í viðtali við úkraínska Pravda skýrði hann frá hverjir berjast um að taka við af Pútín, að hans mati. Sky News skýrir frá þessu. Valdabarátta stendur yfir í Kreml og fór Budanov yfir hverjir eiga séns og hverjir geta gleymt því að komast í forsetastólinn.

Lengi hafa þeir Dmitry Medvedev, fyrrum forseti, og Dmitry Patrushev, sonur Nikolai Patrushev yfirmanns leyniþjónustunnar FSB, verið nefndir til sögunnar og sagðir berjast um að verða arftakar Pútíns. Budanov sagði að útilokað sé að Medvedev verði forseti á nýjan leik. „Medvedev á enga möguleika,“ sagði hann.

Hann sagði að Dmitry Patrushev eigi kannski fræðilegan möguleika en það sé aðallega faðir hans sem vilji að hann verði forseti.

Hann nefndi síðan Sergey Kiriyenko til sögunnar sem hugsanlegan kandídat í embættið. Hann er fyrrum yfirmaður rússnesku kjarnorkustofnunarinnar Rosatom, fyrrum forsætisráðherra og hefur annast innlimum Donbas í Rússland síðan stríðið hófst. „Kiriyenko sér sjálfan sig í stólnum. Hann sér sjálfan sig sem eftirmann þar sem valdaskiptin verða að meira eða minna leyti friðsamleg,“ sagði Budanov.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn