Virgil van Dijk hjá Liverpool er gestur í nýjasta þætti Gary Neville af Overlap Xtra. Þar þarf hollenski miðvörðurinn að svara ýmsum spurningum Manchester United-goðsagnarinnar.
Spurður út í það hver uppáhalds áfangstaður sinn væri í fríinu sagði Van Dijk að það væru Maldíveyjar.
„Fyrst og fremst er mjög fallegt þar. Ég elska fólkið þar og fjölskyldan elskar líka að fara þangað,“ segir varnarmaðurinn öflugi.
Neville var hissa. „Ég ætlaði þangað í fyrra en það kostaði svo mikið!“ segir hann.
„Þess vegna vinnur þú hart að þér allt árið, til að eiga efni á því,“ segir Van Dijk þá.
Van Dijk þénar yfir 35 milljónir íslenskra króna á viku og þarf líklega lítið að hafa áhyggjur af verði á ferðum til Maldíveyja.