fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Rússar sagðir vera að flytja búnað sinn yfir á austurbakka Dnipro – Sagðir fara ránshendi um Kherson

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. október 2022 08:02

Rússneskur hermaður í Kherson. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem rússneskar hersveitir séu að undirbúa flutning á búnaði sínum frá vesturbakka Dnipro yfir á þann eystri. Þeir eru einnig sagðir fara ránshendi um borgina Kherson og hafi flutt slökkviliðsbíla, einkabíla og ýmislegt fleira yfir Dnipro til Hola Prystan.

Það er bandaríska hugveitan The Institute for the Study of War sem heldur þessu fram. Hún segir að í gær hafi komið fram á Telegram að rússneskir hermenn hafi farið ránshendi um slökkvistöð í Kherson og flutt slökkviliðsbíla yfir Dnipro ásamt einkabílum og ýmsu öðru sem þeir hafa stolið í borginni.

Gervihnattamyndir eru sagðar sýna rússneska ferju sigla frá Kosatske, á vesturbakkanum, til Nova Kakhovka á austubakkanum. Sky News skýrir frá þessu.

Talið er að Rússar hafi staðið í þessum flutningum síðan snemma í mánuðinum. „Þessar fréttir benda til að rússneskar hersveitir séu meðvitað að flytja marga hermenn og hergögn frá vesturbakka Dnipro. Rússnesku hersveitirnar hafa líklega lært, að minnsta kosti að hluta til, af mistökum sínum þegar þær flúðu í örvæntingu frá Kharkiv Oblast undan gagnsókn Úkraínumanna,“ segir í greiningu hugveitunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli