fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Yfirlýsing frá Ronaldo: ,,Verðum bráðlega saman á ný“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 20. október 2022 20:24

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, hefur tjáð sig eftir eigin hegðun á Old Trafford í gær.

Ronaldo var ónotaður varamaður er Man Utd vann Tottenham 2-0 og yfirgaf völlinn áður en lokaflautið heyrðist.

Í dag var svo greint frá því að Ronaldo hafi neitað að spila en hann ku vera mjög ósáttur með stöðu sína hjá félaginu.

Portúgalinn reyndi ítrekað að komast burt frá félaginu í sumar en án árangurs og gæti farið annað í janúar.

Ronaldo hefur nú tjáð sig vegna hitamálsins og gaf frá sér Instagram færslu.

,,Ég byrjaði mjög ungur og eldri og reynslumeiri leikmennirnir voru alltaf mjög mikilvægir fyrir mig,“ skrifar hann á meðal annars.

,,Seinna meir hef ég þess vegna alltaf reynt að vera fyrirmynd fyrir ungu leikmennina í þeim liðum sem ég spila. Því miður er það ekki alltaf hægt og maður missir sig í hita leiksins.“

,,Að gefa sig undir pressu er aldrei möguleiki. Þetta er Manchester United og við þurfum að standa saman. Við verðum saman á ný bráðlega.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot