fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Sjáðu þegar Ronaldo mætti til starfa aðeins hálfum sólarhring eftir að hafa gert allt vitlaust

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. október 2022 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo mætti fyrr í dag á æfingasvæði Manchester United, degi eftir að hafa komið sér í fyrirsagnirnar af neikvæðum ástæðum.

United vann frábæran 2-0 sigur á Tottenham á Old Trafford í gær. Liðið er komið með nítján stig í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Arsenal.

Ronaldo var hins vegar ónotaður varamaður í gær. Hann hefur verið í algjöru aukahlutverki á þessari leiktíð, eftir að hafa reynt hvað hann gat til að komast í burtu síðasta sumar.

Portúgalinn var allt annað en sáttur með að koma ekki við sögu í gær. Hann strunsaði út af leikvanginum áður en lokaflautið gall.

Ekki er ljóst hvort eða hvernig Erik ten Hag, stjóri United, mun refsa honum. Ronaldo var í hið minnsta mættur til æfinga í dag.

„Ég hef ekki talað við hann. Ég mun sjá um þetta á morgun. Nú erum við að fagna sigrinum,“ sagði hollenski stjórinn eftir leik gærdagsins

Hér að neðan má sjá þegar Ronaldo kom keyrandi á æfingu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Netníðingar réðust á 16 ára stelpu og gerðu grín að útliti hennar

Netníðingar réðust á 16 ára stelpu og gerðu grín að útliti hennar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hojlund opnar dyrnar og viðræður komnar á fullt

Hojlund opnar dyrnar og viðræður komnar á fullt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forest að kaupa öflugan leikmann frá City

Forest að kaupa öflugan leikmann frá City
433Sport
Í gær

Vill enga neikvæðni í kringum liðið og Isak fær ekki að æfa

Vill enga neikvæðni í kringum liðið og Isak fær ekki að æfa
433Sport
Í gær

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina
433Sport
Í gær

Ungi karlmaðurinn lést af áverkum eftir alvarlegt bílslys

Ungi karlmaðurinn lést af áverkum eftir alvarlegt bílslys
433Sport
Í gær

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni