fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Upphæðin sem Southgate fengi fyrir að vinna HM – Mun hærri en síðast

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. október 2022 11:30

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands /GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, fær dágóðan bónus ef liðið vinnur Heimsmeistaramótið í Katar síðar á árinu.

Mótið hefst 20. nóvember. England er í riðli með Bandaríkjunum, Íran og Wales.

Enska liðið fór alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi 2018 og í úrslitaleik Evrópumótsins í fyrra. Fari liðið alla leið og sigri HM í Katar fær Southgate fjórar milljónir punda í sinn vasa.

Til samanburðar hefði Southgate aðeins getað landað 1,5 milljónum punda fyrir sigur á HM 2018. Það er því til mikils að vinna.

Árslaun þjálfarans hjá enska landsliðinu eru sex milljónir punda. Er hann með samning út árið 2024.

Enska landsliðinu hefur ekki gengið vel síðasta árið eða svo. Southgate er því undir töluverðri pressu. Það er þó ljóst að gott gengi á HM yrði fljótt að slökkva í gagnrýnisröddum á þjálfarann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans