fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Morð skekur franskt samfélag – 12 ára stúlka myrt í París – Dularfullar tölur á líkama hennar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. október 2022 06:59

Lola Daviet. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grimmdarlegt, villimannslegt og algjörlega óskiljanlegt. Þannig er hægt að lýsa morðinu á hinni 12 ára Lola Daviet. Hún var myrt í París á föstudaginn. Morðið á henni hefur skokið franskt samfélag síðustu daga.

Foreldrar hennar fóru að hafa áhyggjur af henni þegar hún skilaði sér ekki heim úr skóla og tilkynntu um hvarf hennar til lögreglunnar. Klukkan 23 á föstudaginn fengu þau verstu hugsanlegu fréttirnar. Lola hafði fundist látin.

Heimilislaus maður fann lík hennar í ferðatösku í nítjánda hverfi borgarinnar. Taskan var í garðinum við fjölbýlishúsið sem Lola bjó í ásamt foreldrum sínum. The Guardian skýrir frá þessu.

Lögreglan segir að Lola hafi verið pyntuð, nauðgað og síðan kyrkt. Á líkama hennar fundust tölur, 0 og 1, sem voru gerðar með einhverskonar rafmagnstæki. Ekki er vitað af hverju þessar tölur voru skrifaðar á hana.

Le Parisien segir að fjórir hafi verið handteknir vegna málsins, þrír karlar og ein kona.

Enn er óljóst hvað gerðist nákvæmlega en lögreglan hefur upptökur úr eftirlitsmyndavél undir höndum sem gætu varpað ljósi á atburðarásina. Þær eru úr byggingu í hverfinu en þar var Lola um klukkan 15. En það á enn eftir að fylla upp í eyðurnar til klukkan 23.

Á upptökunni sést kona með Lola skömmu eftir að kennslu lauk þann daginn. Konan sást síðar um daginn með stóra plasttösku.  Konan er í haldi lögreglunnar. The Guardian segir að hún glími við andleg veikindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi