fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Pressan

„Leikur að eldi“ – Bjuggu til kórónuveiruafbrigði sem banar 80% smitaðra

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. október 2022 05:50

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Boston háskóla hafa verið harðlega gagnrýndir síðustu klukkustundir eftir að þeir skýrðu frá því að þeir hafi búið til nýtt afbrigði af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, sem banar 80% smitaðra. Eru þeir sagðir „leika sér að eldi“.

Daily Mail segir að vísindamennirnir hafi búið til stökkbreytt afbrigði með því að sameina Ómíkron og upprunalega afbrigðið frá Wuhan í Kína. Þetta nýja afbrigði drap 80% þeirra músa sem voru smitaðar með því.

Daily Mail segir að þetta mál sýni að enn sé verið að breyta veirum, meira að segja í Bandaríkjunum, þrátt fyrir áhyggjur af að kórónuveiran hafi hugsanlega átt upptök sín á tilraunastofu.

Shmuel Shapira, einn helsti vísindamaður ísraelskar stjórnvalda, sagði að það eigi að vera algjörlega bannað að gera tilraunir af þessu tagi, það sé verið að leika sér að eldi með þessu.

Kenningar hafa verið á lofti um að veiran, sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í Wuhan í Kína, hafi sloppið út af rannsóknarstofu þar í borg. Það hefur þó ekki verið sannað. Flestir hallast að því að hún hafi borist í fólk úr dýrum, líklega leðurblökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stúlkan sem sögð er andstæða Gretu Thunberg sækir um hæli í Bandaríkjunum

Stúlkan sem sögð er andstæða Gretu Thunberg sækir um hæli í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”