fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Mane hefur mikla trú á Liverpool – Gat ekki horft í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. október 2022 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sadio Mane var himinnlifandi með sigur Liverpool á Manchester City í gær.

Hinn þrítugi Mane yfirgaf Liverpool fyrir Bayern Munchen í sumar. Hann átti ár eftir af samningi sínum á Anfield.

„Ég er mjög ánægður fyrir hönd strákanna að hafa unnið City,“ segir Mane.

Liverpool hefur verið í vandræðum á tímabilinu og er í áttunda sæti. Ljóst er að 1-0 sigurinn á City í gær gæti þó gefið liðinu mikið.

Mane var á leið í leik Bayern gegn Freiburg þegar Liverpool og City mættust í gær.

„Ég gat ekki horft því við vorum í rútunni,“ segir Mane, en hann skoraði eitt mark í 5-0 sigri Bayern.

Senegalinn telur að Liverpool muni snúa aftur á meðal bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég hef mikla trú á strákunum og þjálfarunum og held að þeir komist aftur á toppinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill enga neikvæðni í kringum liðið og Isak fær ekki að æfa

Vill enga neikvæðni í kringum liðið og Isak fær ekki að æfa
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina
433Sport
Í gær

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028
433Sport
Í gær

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör