fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Telur að Guardiola væri farinn ef Haaland hefði ekki mætt

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 21:11

Haaland og Guardiola.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, goðsögn Manchester United, telur að Pep Guardiola gæti hafa yfirgefið Manchester City ef Erling Haaland hefði ekki mætt til liðsins í sumar.

Haaland hefur verið ótrúlegur hingað til og er með 20 mörk í aðeins 13 leikjum fyrir sitt nýja félag en hann kom frá Dortmundm í sumarglugganum.

Neville var persónulega að verða leiður á því að horfa á Englandsmeistarana sem bjóða upp á annan leikstíl í dag eftir komu Norðmannsins magnaða.

Neville segir að það sé ekkert verkefni í Evrópu jafn spennandi og hjá Man City og að það sé ástæðan fyrir því að Guardiola sé ekki farinn.

,,Manchester City hefur verið framúrskarandi í mörg ár en ég varð leiður á að horfa á þá, með fullri virðingu. Þetta leit út fyrir að vera það sama í hverri viku,“ sagði Neville.

,,Nú ertu með þetta vélmenni, þetta skrímsli, þessa vél í Erling Haaland sem breytir leiknum algjörlega.“

,,Pep Guardiola hefði getað yfirgefið Man City á þessum tímapunkti en hann ákvað að vera áfram því það er ekkert verkefni eins og verkefnið í Manchester.“

,,Mig grunar að Manchester sé ekki besta borgin fyrir hann til að starfa í og ég er viss um að hann vilji lifa annars staðar í Evrópu en hann hugsar bara hvar getur hann fengið þetta? Hann fær þetta ekki hjá öðru félagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar
433Sport
Í gær

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló
433Sport
Í gær

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?