fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Segir að ef rússneski herinn hrynji saman verði heimurinn að vera undir kjarnorkustríð búinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 09:00

Kjarnorkusprengja. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimurinn verður að vera undir kjarnorkustríð búinn ef rússneski herinn hrynur. Þetta segir Sir Richard Shirreff, hershöfðingi og fyrrum næst æðsti yfirmaður herafla NATO í Evrópu.

The Sun skýrir frá þessu og segir að Shirreff hafi hvatt Vesturlönd til að halda áfram að beita Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, þrýstingi.

Hann sagðist telja að það stefni í algjört hrun rússneska hersins en það yrðu þá mestu hörmungar rússneska hersins í heila öld.

Shirreff sagði að úkraínski herinn verði hugsanlega búinn að hrekja rússneska herinn frá Úkraínu fyrir árslok.

Í kjölfar árása Rússa á úkraínskar borgir síðustu daga, í hefndarskyni fyrir sprenginguna á Krech-brúnni á laugardaginn, hafa margir viðrað áhyggjur sínar af hversu langt Pútín sé reiðubúinn til að ganga. Shirreff sagði að hættan, þar á meðal af kjarnorkuvopnum, sé hvergi nærri liðin hjá þrátt fyrir ósigra Rússa á vígvellinum. „Við eigum að taka kjarnorkuvopnaógnina mjög alvarlega, en við eigum alls ekki að gefa neitt eftir og ég er mjög ánægður með viðbrögð Vesturlanda. En ef við höfum heitið öflugri hefnd á einn eða annan hátt, þá verðum við að undirbúa okkur undir verstu sviðsmyndina og hún er stríð við Rússland,“ sagði hann og bætti við: „Það verður ekki friður í Evrópu á meðan Pútín, stjórn í hans anda eða öfgaþjóðernissinni ráða ríkjum í Kreml.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Í gær

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni