Það kemur ekki til greina fyrir Juventus að reka knattspyrnustjóra sinn Massmiliano Allegri fyrr en mögulega næsta sumar.
Þetta segir forseti félagsins, Andrea Agnelli, en Juventus hefur byrjað tímabilið mjög illa og tapaði í Meistaradeildinni í gær.
Ítalska stórliðið lá gegn Maccabi Haifa frá Ísrael 2-0 og kalla margir eftir því að Allegri fái sparkið eftir slæma byrjun.
,,Það er ekki stjóranum að kenna að við getum ekk unnið tæklingu. Allegri verður hér allavega þar til í lok tímabils,“ sagði Agnelli.
,,Ég skammast mín fyrir það sem er í gangi, ég er reiður en ég veit líka að fótbolti eru 11 menn sem vinna og tapa saman.“
,,Þetta snýst ekki um eina manneskju, þetta er heill hópur sem tekur á þessu saman. Við skömmumst okkar og biðjum stuðningsmenn afsökunar.“