fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Fimm sem gætu fengið Mbappe – Fjölbreyttir valkostir

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. október 2022 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappe á í deilum við félag sitt, Paris Saint-Germain, þessa stundina.

Mbappe hefur verið í umræðunni síðan í gær en hann vill fara frá PSG. Voru margir hissa þegar tíðindin brutust út í gær. Mbappe skrifaði undir nýjan samning við PSG fyrir nokkrum mánuðum.

Flestir töldu í vor að Mbappe væri að fara frítt frá PSG og væri að ganga í raðir Real Madrid. PSG bauð Mbappe hins vegar samning sem hann gat ekki hafnað.

Mbappe er launahæsti knattspyrnumaður í heimi en hann er óhress með það að þurfa að spila sem fremsti maður. Franskir miðlar segja að PSG hafi lofað Mbappe að keyptur yrði framherji í sumar.

Einnig segir að Mbappe hafi fengið það loforð um að Neymar yrði seldur. Hvorugt gerðist og nú vill Mbappe helst fara frá PSG strax í janúar.

Enska götublaðið The Sun hefur tekið saman fimm félög sem Mbappe gæti farið til.

Real Madrid
Félagið sem Mbappe langar mest að fara til. Var sterklega orðaður við þá í sumar.

Liverpool
Hefur verið nefndur til sögunnar sem eini kostur Mbappe, vilji hann fara strax í janúar.

Chelsea 
Todd Boehly, bandarískur eigandi Chelsea, er metnaðarfullur og vill stærstu nöfnin á Brúnna.

Manchester United
Eitt allra stærsta félag heims og yfirleitt nefnt til sögunnar í tengslum við stóra leikmenn. Geta þó ekki beðið upp á Meistaradeildarfótbolta í bili.

Manchester City
Eiga klárlega efni á Mbappe. Frakkinn myndi vinna með stórstjörnum, sem og Pep Guardiola. City berst um stærstu titlanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu