fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Segir að örvænting breiðist út innan rússneska hersins og rússneska samfélagsins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. október 2022 05:57

Hér gefast rússneskir hermenn upp fyrir úkraínskum hermönnum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær ræddi Jeremy Fleming, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar GCHQ, við Today þátt BBC4 um stríðið í Úkraínu.

„Við teljum að Rússar séu að verða uppiskroppa með skotfæri, þeir eru að minnsta kosti að verða uppiskroppa með vini,“ sagði hann.

„Við höfum séð, vegna herkvaðningarinnar, að þeir eru að verða uppiskroppa með hermenn. Svo ég held að svarið sé augljóst, Rússar og rússneskir hermenn hafi áhyggjur af ástandi hersins. Orðið sem ég hef notað er „örvæntingarfullir“. Við getum séð þessa örvæntingu á mörgum stigum innan rússnesks samfélags og innan rússneska hersins,“ sagði hann einnig.

„Eins og við sáum í gær í þessum hræðilegu árásum þá er býr rússneska hernaðarvélin enn yfir mikilli getu. Hún getur skotið vopnum, hún á miklar birgðir og býr yfir sérfræðiþekkingu. En samt sem áður er hún undir miklu álagi í Úkraínu,“ sagði hann.

Hann var spurður um hættuna á að Rússar beiti kjarnorkuvopnum og sagðist þá vonast til að merki um að það sé yfirvofandi sjáist áður en þeir fara þá leið. „En verum alveg hreinskilin með það, ef þeir eru að íhuga það, þá væru það hörmungar á borð við það sem margir hafa rætt um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK