fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Vanda sendir kveðju frá Portúgal – „Takk Íslendingar og annað stuðningsfólk“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. október 2022 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ sendir kveðju til Íslendinga á Facebook síðu sinni í dag í aðdraganda kvennalandsleiksins í kvöld.

Það varð uppselt í ferð Icelandair til Portó í Portúgal í morgun. Stuðningsfólk íslenska kvennalandsliðsins hélt þá út í sólarhringsferð til að styðja stelpurnar okkar í leiknum mikilvæga í kvöld.

Ísland mætir Portúgal ytra í umspilsleik um sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar í kvöld. Sigri liðið í venjulegum leiktíma eða í framlengingu er það komið með þátttökurétt á mótið.

„Um leið og ég óska Blikum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn, Víkingum með bikarinn og Völsurum með bæði, þá koma hér þakklætis-kveðjur frá Portúgal,“ skrifar formaðurinn á Facebook.

„Rétt í þessu er full vél að lenda hér í Porto, full af íslensku stuðningsfólki, aðrir koma með öðrum leiðum svo það verða um 250 Íslendingar á leiknum í kvöld. Svo veit ég að margir á Íslandi eru í bláu í dag og ég bara veit að stuðninginn heima er frábær. Þetta er ekki sjálfgefið og við erum innilega þakklát.“

„Takk bakhjarlar KSÍ
Takk Icelandair (sem er líka bakhjarl)
Takk Íslendingar og annað stuðningsfólk,“ segir Vanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð
433Sport
Í gær

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Í gær

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM