fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Danskir hermenn þjálfa úkraínska hermenn í Bretlandi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. október 2022 09:00

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina byrjuðu 65 danskir hermenn að þjálfa um 200 verðandi úkraínska hermenn í Bretlandi. Þeir munu á næstunni fá kennslu í grundvallaratriðum hermennsku.

Danski herinn skýrði frá þessu á Twitter.

Meðal þess sem úkraínsku nýliðarnir læra er skyndihjálp og meðferð vopna auk kennslu í þeim lögum og reglum sem gilda í stríði. Þjálfunin fer fram í herstöðvum í Bretlandi.

Dönsku hermennirnir undirbjuggu sig í tvær vikur undir kennsluna. Franz Stærk, majór, stýrir þjálfuninni og segir hann að þetta sé stórt og spennandi verkefni. Hópurinn komi vel undirbúinn til kennslunnar því hér sé um mikilvægt verkefni að ræða við að þjálfa Úkraínumennina eins vel og hægt sé.

Þjálfunin fer fram í Bretlandi því um breskt verkefni er að ræða sem Danir hafa ákveðið að taka þátt í og styðja.

Þetta er annar hópur úkraínskra nýliða sem Danir þjálfa því í ágúst og september sáu þeir um þjálfun fyrsta hópsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út