fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Hissa á æfingum liðsins – Segir stjórann alveg hugmyndalausan

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. október 2022 20:48

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert leyndarmál að samband miðjumannsins Miralem Pjanic og Hollendingsins Ronald Koeman er slæmt.

Koeman hafði lítinn áhuga á að nota Pjanic á sínum tíma sem stjóri Barcelona og fann hann sig aldrei hjá félaginu.

Pjanic hefur yfirgefið lið Barcelona eftir tvö ár hjá félaginu en fékk að æfa um tíma undir Xavi sem er núverandi stjóri liðsins og hafði ekkert nema góða hluti að segja.

Pjanic spilaði alls aðeins 19 deildarleiki á tveimur árum á Spáni eftir fjögur farsæl ár sem leikmaður Juventus á Ítalíu.

,,Ég var svo hissa þegar ég upplifði æfingarnar hjá Koeman,“ sagði Pjanic í samtali við spænska miðla.

Bosníumaðurinn bætti við að Koeman væri ekki að undirbúa liðið fyrir næstu leiki og að hann væri hugmyndalaus á æfingasvæðinu.

,,Nú hef ég séð mjög góðan undirbúning eins og ég sá hjá Juventus þar sem við unnum allt saman. Nú er alvöru kraftur á æfingum,“ sagði hann um tímann undir núverandi stjóra liðsins, Xavi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal
433Sport
Í gær

City hefur samband við Donnarumma

City hefur samband við Donnarumma
433Sport
Í gær

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
433Sport
Í gær

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“
433Sport
Í gær

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba