fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Klopp útskýrir af hverju City ákvað að selja Jesus til Arsenal

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. október 2022 21:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, veit af hverju Arsenal náði að klófesta framherjann Gabriel Jesus í sumar frá Manchester City.

Ástæðan samkvæmt Klopp er sú að Man City hefur ekki áhyggjur af Arsenal í titilbaráttunni og taldi rétt í stöðunni að selja hann til Lundúna.

Það er eitthvað sem gæti komið í bakið á City en Arsenal hefur byrjað tímabilið frábærlega og með Jesus einmitt í fremstu víglínu.

Klopp telur að Englandsmeistararnir hefðu ekki selt Jesus til hvaða liðs sem er en Arsenal komst ekki í Evrópukeppni á síðustu leiktíð og var langt á eftir toppliðunum.

,,Ég þekki Gabriel ekki persónulega en mér hefur alltaf líkað við hann sem leikmann. Ég veit að City hefði ekki selt hann til hvaða liðs sem er en munurinn á þeim og Arsenal var það mikill að þeir gátu gert það,“ sagði Klopp.

,,Hann er framúrskarandi leikmaður og það sást hjá City. Gabriel Jesus spilaði sem nía og vængmaður, allir töldu að City væri nú þegar með níu en hann spilaði á vængnum og fær nú að spila sitt rétta hlutverk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lélegasti þjálfari sögunnar líklega hættur

Lélegasti þjálfari sögunnar líklega hættur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð