fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Ribery neyðist til að leggja skóna á hilluna 39 ára gamall

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 7. október 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franck Ribbery er að leggja skóna á hilluna sökum meiðsla á hné. Fjölmiðlar í heimalandi hans, Frakklandi, segja frá þessu.

Hinn 39 ára gamli Ribery er samningsbundinn Salernitana út leiktíðina og ætlaði að spila út hana hið minnsta. Meiðsli munu hins vegar að öllum líkindum neyða hann til að leggja skóna á hilluna nú.

Ribery hefur verið frá knattspyrnuvellinum frá því um miðjan ágúst. Lið hans, Salernitana, er í fjórtanda sæti Serie A á Ítalíu, með sjö stig eftir átta leiki. Liðið hélt sér uppi á magnaðan hátt á síðustu leitkíð.

Leikmannasamningi Ribery við Salernitana verður nú rift. Hann mun taka að sér sendiherrahlutverk hjá liðinu núna.

Ribery er hvað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Bayern, þar sem hann eyddi tólf árum. Hann varð níu sinnum Þýskalandsmeistari, sex sinnum bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari. Ribery skoraði 124 mörk fyrir þýska risann.

Þá lék franski kantmaðurinn 81 A-landsleik fyrir hönd Frakklands, þar sem hann skoraði sextán mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Í gær

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar