fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Líkir honum við Mourinho: ,,Það er einn maður sem ræður“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 22:11

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Terry, goðsögn Chelsea, líkir nýjum stjóra liðsins, Graham Potter, við hinn sigursæla Jose Mourinho sem þjálfaði liðið í tvígang.

Mourinho náði frábærum árangri með Chelsea á sínum tíma en kom fyrst sem nokkuð óþekkt nafn frá Porto árið 2003.

Potter tók við af Thomas Tuchel nýlega en hann er einnig frekar óþekkt nafn og var hjá Östersunds í Svíþjóð áður en hann hélt til Englands.

Terry spilaði undir Mourinho á Stamford Bridge og tekur eftir svipuðum hlutum eftir komu Potter.

,,Ég tel ekki að starfið sé of stórt fyrir hann. Það sem hann gerði hjá Brighton var magnað og þeirra staða í deildinni talar sínu máli,“ sagði Terry.

,,Hann kom inn og lét strax í sér heyra, leikmennn eru spenntir og það minnir á þegar Jose Mourinho kom fyrst til félagsins.“

,,Enginn hafði í raun heyrt um hann en hann er mjög skýr að það sé einn maður sem ræður. Leikmenn munu einnig fylgjast með á æfingum og hvernig hann undirbýr liðið fyrir leiki.“

,,Hann hafði tvo eða þrjá daga til að ná leikmönnum á sitt band og ég tel að hann hafi gert það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“
433Sport
Í gær

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“