fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Hjörvar blandar sér í umræðuna – „Við erum alltaf að kvarta yfir því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólætin í stuðningsmönnum Víkings R. á úrslitaleik Mjólkurbikars karla um helgina hefur veirð mikið til umræðu.

Nokkrir stuðningsmenn eru sagðir hafa látið öllum illum látum á Laugardalsvelli. Víkingur sendi frá sér yfirlýsingu í gær til að harma hegðun þeirra.

Hjörvar Hafliðason, sem rekur hið afar vinsæla hlaðvarp Dr. Football, hefur blandað sér í þessa umræðu.

„Við erum alltaf að kvarta yfir því að það vanti áhorfendur. Svo þegar það er eitthvað smá fjör, ég sá þetta ekki, var ástæða til að vera ósáttur við stuðningsmenn þarna?“ spyr Hjörvar í þætti sínum í dag.

„Á Parken sitja menn með stóran bjór og henda honum upp í loft þegar það er skorað, geðveik stemning.“

„Auðvitað verða menn að passa munnsöfnuð og svona,“ segir Hjörvar og heldur áfram. „Það getur vel verið að einhver hafi farið yfir strikið í fjörinu, en mér finnst alltaf vera neikvæð umræða um áhorfendur á Íslandi, þess vegna hefur maður aldrei leyft sér að vera alvöru áhorfandi á Íslandi.“

Það var kallað í hátalarakerfinu á Laugardalsvelli á leiknum að stranglega bannað væri að vera með blys.

„Auðvitað verða blysin að vera. Þér líður eins og þú sért í útlöndum, það er alvöru leikur. Það er alltaf verið að röfla yfir þessum blysum,“ segir Hjörvar Hafliðason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“