fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Mörg íslensk mörk í Evrópuboltanum – Willum tryggði stig gegn Ajax

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. október 2022 22:12

Albert Guðmundsson / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson komst á blað fyrir lið Genoa í dag sem spilaði við Spal í ítölsku B-deildinni.

Albert spilaði allan leikinn fyrir Genoa í 2-0 sigri en hann kom boltanum í netið á 88. mínútu til að gulltryggja stigin þrjú.

Jón Daði Böðvarsson skoraði í ensku C-deildinni fyrir Bolton sem vann 2-0 heimasigur á Lincoln.

Framherjinn kom inná sem varamaður á 73. mínútu og var búinn að skora annað mark Bolton aðeins 11 mínútum síðar.

Willum Þór Willumsson reyndist hetja Go Ahead Eagles í Hollandi sem mætti stórliði Ajax á útivelli.

Willum tryggði sínu liði stig með marki á 78. mínútu en hann lék allan leikinn í mjög góðu 1-1 jafntefli.

Nökkvi Þeyr Þórisson byrjar vel með Beerschot í belgísku B-deildinni og skoraði gegn Deinze í dag.

Nökkvi kom til Beerschot frá KA fyrir ekki svo löngu og skoraði annað mark Beerschot í 2-0 sigri.

Enn einn Íslendingurinn komst þá á blað í Ungverjalandi er Viðar Ari Jónsson skoraði fyrir Honved í 4-3 tapi gegn Debrecen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Setti tíðindin af Aroni í samhengi – „Það er viðurkenning fyrir hann“

Setti tíðindin af Aroni í samhengi – „Það er viðurkenning fyrir hann“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“
433Sport
Í gær

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Í gær

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag