fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Var næstum búinn að skella á í sumar – ,,Ég hélt að þetta væri grín“

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. október 2022 20:00

Gabriel Slonina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti töluverða athyglui í sumar er Chelsea festi kaup á markmanninum efnilega Gabriel Slonina.

Slonina er aðeins 18 ára gamall en hann spilar með Chicago Fire og mun ekki hitta nýju liðsfélaga sína hjá Chelsea fyrr en í janúar.

Goðsögnin Petr Cech hringdi í Slonina og sannfærði hann um að koma til Chelsea en Real Madrid var talið vera í bílstjórasætinu.

Slonina hélt um tíma að um grín væri að ræða og bjóst aldrei við því að fá símtal frá Cech sem vann fyrir Chelsea á þessum tíma.

,,Vinir mínir sendu mér skjáskot af orðrómunum á netinu og ég var orðaður við bestu félög heims,“ sagði Slonina.

,,Þetta er enn ansi skrítið því Chelsea er eitt besta félag heims og að ég hafi komist á þennan stað er í raun ótrúlegt.“

,,Ég hélt að þetta væri grín þegar Petr Cech hringdi í mig. Ég þurfti að hlusta til að vera viss um að þetta væri hann. Sem betur fer þá skellti ég ekki á.“

,,Ég var svo hrifinn að hann hafi þekkt minn leikstíl. Hann er frábær náungi og það er gott að vera með ameríska eigendur, ég vil sanna að þeir hafi tekið rétta ákvörðun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Borguðu 85 milljónir en vonast til að fá 35 milljónir í dag

Borguðu 85 milljónir en vonast til að fá 35 milljónir í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“
433Sport
Í gær

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Í gær

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum