fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Fyrrum Grindvíkingur móðgaði goðsögnina Ferguson – ,,Hann vildi ekki horfa á mig“

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. október 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Alex Ferguson var ekki allra en hann er af mörgum talinn besti knattspyrnustjóri sögunnar og náði ótrúlegum árangri með Manchester United.

Sumir fyrrum leikmenn Man Utd náðu þó ekki vel saman við Ferguson og má nefna David Beckham, Roy Keane og Jaap Stam.

Lee Sharpe, fyrrum leikmaður Man Utd og Grindavíkur, gagnrýndi Ferguson í ævisögu sinni sem kom út fyrir um 12 árum síðan.

Sharpe kallaði Ferguson hrekkjusvín í þessari bók en hann lék með enska stórliðinu frá 1988 til 1996 áður en hann samdi við Leeds.

Sharpe þekkir vel til Íslands en hann lék með Grindavík árið 2003 stuttu áður en að skórnir fóru á hilluna.

Sharpe viðurkennir að samband hans við Ferguson sé brotið í dag en þeir hafa séð hvor annan nokkrum sinnum eftir að Sharpe ákvað að segja skilið við íþróttina.

,,Ég hitti hann fyrir nokkrum árum hjá Man Utd í golfi og hann vildi ekki horfa á mig en heilsaði mér á lítinn hátt er hann gekk framhjá,“ sagði Sharpe.

,,Fyrir það þá hundsaði hann mig algjörlega. Eftir að ég yfirgaf félagið þá sagði hann við mig að ég hafi aldrei verið til vandræða og að ef ég þyrfti eitthvað þá væru þeir til staðar.“

,,Augljóslega eftir að ég hætti skirfaði ég bókina og sagði hann vera hrekkjusvín, ég heyrði að hann hefði breytt um skoðun á mér eftir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Í gær

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“
433Sport
Í gær

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni