fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

„Eins og hann hafi fundið Krist þegar hann spilaði með Aroni Einari á vellinum“ 

433
Laugardaginn 1. október 2022 20:30

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Þór Þórðarson og Davíð Þór Viðarsson settust í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á föstudögum á Hringbraut. Þar var meðal annars farið yfir leik íslenska karlalandsliðsins gegn Albaníu í Þjóðadeildinni í vikunni.  

Ísland náði í sterkt 1-1 jafntefli eftir að hafa verið manni færri frá elleftu mínútu, þegar Aron Einar Gunnarsson var rekinn af velli. 

„Það var hrikalega gott að ná í þetta stig. Nú þurfum við ekki að bíða nema í tuttugu mánuði eftir að sjá hverju þetta skilaði. Ég var rosalega ánægður með hvernig strákarnir svöruðu þessu rauða spjaldi á Aron Einar,“ segir Tómas Þór. 

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleiknum. Við vorum manni færri en það var einhver hræðsla og skrýtið yfirbragð. En í seinni hálfleik kom eitthvað sem við kunnum að þekkja frá þessu landsliði. Það skipti engu máli hvað gerðist, ef við töpuðum boltanum þá hlupu tveir saman til baka, menn voru að gefa grjótharðar spaðafimmur. 

Síðustu 45 mínútur hjá þessu landsliði eru einhverjar þær bestu sem ég hef séð.“ 

Tómas segir að liðið þurfi að fylgja þessu eftir. „Nú þarf að gera þetta aftur. Ég vil ekki sjá liðið taka skref til baka í mars.“ 

Það hafa orðið mikil kynslóðaskipti í landsliðinu undanfarið ár. Reynslumiklir menn hafa horfið á braut vegna mismunandi aðstæðna. Í síðasta landsliðsverkefni sneru Aron Einar, Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason hins vegar aftur. 

 „Það er alveg á hreinu að innkomu þessara þriggja, með þá reynslu sem þeir eru með, plús auðvitað Birkir sem er búinn að vera þarna, hún auðvitað hjálpar gríðarlega mikið. Þegar þú missir út 80% af byrjunarliðinu þínu, það skiptir engu máli hvaða lið það er, það tekur tíma að byggja það upp aftur. Að við höfum möguleika til að fá eitthvað af þessum strákum inn aftur er frábært. Vonandi fjölgar þeim, vonandi er hægt að velja einn eða tvo í viðbót í næsta verkefni. Það mun bæta liðið og hópinn og gera þessa ungu og efnilegu stráka enn betri og tilbúna í að taka við þessum kindli,“ segir Davíð. 

Tómas Þór minntist á viðtal við Ísak Bergmann Jóhannesson eftir leik, þar sem hann lofsöng Aron Einar. 

„Þið sjáið Ísak Bergmann í viðtali eftir leik. Það var eins og hann hafi fundið Krist þegar hann spilaði með Aroni Einari á vellinum.“ 

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool
433Sport
Í gær

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Í gær

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
Hide picture