fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Úkraínumenn hafa náð Kupjansk á sitt vald

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. september 2022 07:32

Úkraínskir hermenn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn hafa náð bænum Kupjansk á sitt vald eftir að þeim tókst að hrekja rússneskar hersveitir frá víglínunni austan við ána Oskil sem rennur í gegnum bæinn.

AFP skýrir frá þessu en fréttamaður frá fréttastofunni er á staðnum.

Fyrir stríð bjuggu tæplega 30.000 manns í Kupjansk.

Úkraínski herinn hóf stórsókn í Kharkiv fyrr í mánuðinum og hefur eins og áður sagði nú náð Kupjansk á sitt vald. Bærinn er hernaðarlega mikilvægur því um hann liggur fjöldi járnbrautarteina.

Rússneskum hersveitum tókst að halda stöðu sinni á austurbakka Oskil þar til í gær þegar úkraínskir skriðdrekar og brynvarin ökutæki sáust á austurbakkanum. AFP segir að úkraínskir slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar hafi strax byrjað að flytja neyðarbirgðir fyrir almenning yfir ána eftir göngubrú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Í gær

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu