fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Arnar um stóru frétt sumarsins – „Væri galið að sitja hérna og segja að ég hafi verið blússandi ánægður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 10:05

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Torg/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salan á Kristal Mána Ingasyni frá Víkingi R. til Rosenborg í sumar var til umræðu í sjónvarpsþætti 433.is á mánudag. Þar var Arnar Gunnlaugsson gestur.

Kristall hafði verið besti leikmaður Víkings framan af sumri. Hann var svo seldur til norska stórliðsins.

„Við reyndum ekki að stoppa þetta, meira að aðstoða Kristal að gera sér grein fyrir að hann þyrfti ekki að fara út í hvað sem er. Það voru lið búin að hafa samband sem flokkast meira sem „hvað sem er.“ En tímapunkturinn þegar lið eins og Rosenborg kemur með gott tilboð og leikmaðurinn er tilbúinn að fara, það erfitt að halda þessum strákum heima,“ sagði Arnar.

Mynd: Rosenborg

Hann var ekki sáttur með að missa sinn besta leikmann en skildi stöðuna þó.

„Sem þjálfari væri galið að sitja hérna og segja að ég hafi verið blússandi ánægður, en það var ekkert sem klúbburinn gerði rangt eða leikmaðurinn sjálfur.“

Brotthvarf Kristals hafði töluverð áhrif að sögn Arnars.

„Auðvitað hefur það áhrif á leikstíl liðsins og gengið að missa besta leikmanninn, ég tala nú ekki um þegar þetta er þannig leikmaður að við erum í raun háðir hans leikstíl. Það tók smá tíma að jafna út spilamennskuna eftir brotthvarf hans.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur
Hide picture