fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Guðlaugur Victor segir ástríðuna hafa skilað sínu – ,,Já þetta kallar maður liðsheild“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 21:26

Guðlaugur Victor Pálsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gerði í kvöld 1-1 jafntefli á útivelli gegn Albaníu í Þjóðadeild UEFA með hetjulegri baráttu eftir að hafa spilað nánast allan leikinn einum færri.

Guðlaugur Victor Pálsson átti virkilega góðan leik í vörn íslenska landsliðsins og lét finna fyrir sér.

,,Já þetta kallar maður liðsheild,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Viaplay eftir leik.

,,Við sýndum frábæran karakter eftir sjokk í fyrri hálfleik. Þeir lágu mikið á okkur en við komum sterkir út í síðari hálfleik. Við ræddum málin vel í hálfleik og munurinn milli hálfleika var eins og svart og hvítt.

Hann segir liðið hafa sýnt mikla baráttu. ,,Við sýndum frábæran karakter og við gáfumst aldrei upp frá því að Aron var rekinn út af. Við héldum áfram að pressa á þá. Þeir voru líka hættulegir á köflum en þetta var þannig leikur að ástríðan sem við sýndum skilaði sér að lokum.“

Hann er meðvitaður um stöðu sína sem einn af reynslumestu leikmönnum landsliðsins.

,,Fyrst og fremst þarf ég bara að standa mig og spila vel. Svo gera mitt besta í að hjálpa ungu strákunum. Þetta eru allt mjög góðir fótboltamenn og við erum með góða blöndu af ungum og reynslumiklum leikmönnum. Við ætlum okkur bara að halda áfram á þessari vegferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wilshere heldur ekki starfinu

Wilshere heldur ekki starfinu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“
433Sport
Í gær

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans
433Sport
Í gær

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
433Sport
Í gær

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna
433Sport
Í gær

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi