fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Glímdi við erfitt þunglyndi í einangrun – ,,Líkar ekki við orðið en þetta var þunglyndi“

Victor Pálsson
Mánudaginn 26. september 2022 21:21

Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Pavard, leikmaður Bayern Munchen, segir að hann hafi glímt við erfitt þunglyndi er COVID-19 var upp á sitt versta og fólk var reglulega sett í einangrun.

Pavard er landsliðsmaður Frakklands og spilar þar í hægri bakverði en hann upplifði erfiða tíma í byrjun árs 2020.

Í dag getur Pavard viðurkennt að hann hafi glímt við þunglyndi en um tíma voru æfingar settar í pásu og þurftu knattspyrnumenn að finna sér aðra hluti að gera.

,,Í hausnum á mér þá var ekki í lagi. Í byrjun þá telurðu að þetta gangi yfir en svo heldur þetta áfram og þú getur ekki æft með bros á vör,“ sagði Pavard.

,,Eins og allir aðrir þá er ég mannlegur og jafnvel þó að ég eigi fallegt hús með líkamsræktarstöð þá þarf ég á mannlegum samskiptum að halda.“

,,Ég vaknaði á morgnana og var með enga matarlyst. Ég reyndi að sjá um sjálfan mig, elda og horfa á sjónvarpsþætti.“

,,Mér líkar ekki við orðið þunglyndi en þetta var það. Ég faldi þetta frá öllum en í dag líður mér mun betur, ég kom úr þessu sem betri maður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United segir upp leigusamningi sínum í London til að spara aur

United segir upp leigusamningi sínum í London til að spara aur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eric Canton hjólar fast í Ratcliffe

Eric Canton hjólar fast í Ratcliffe
433Sport
Í gær

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar