fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Fullyrðir að Vanda hafi gert munnlegt samkomulag við Heimi í sumar en síðan hætt við

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. september 2022 15:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í dag er því haldið fram að Heimir Hallgrímsson hafi verið klár í að taka við A-landsliði karla í sumar.

Í þættinum er einnig fullyrt að Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ hafi þá gert munnlegt samkomulag við Heimi en hætt við á síðustu stundu.

„Ég hef mjög öruggar heimildir fyrir því að Vanda hafi verið búin að gera munnlegt samkomulag við Heimir Hallgrímsson í byrjumn júní. Heimir hafi verið með starfsliðið klárt,“ segir Mikael Nikulásson í Þungavigtinni í dag.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ / ©Anton Brink 2021

Íslenska liðið náði ágætis úrslitum undir stjórn Arnars Viðarssonar í júní. „Svo gerðu liðið þrjú jafntefli í júní og Vanda þorði ekki að taka þetta, hún hringdi í Heimi og hætti við. Hann var búin að samþykja að taka við A-landsliði karla og var með starfsliðið klárt. Þetta heyrði ég samkvæmt mjög góðum heimildum,“ sagði Mikael.

Heimir Hallgrímsson er í dag landsliðsþjálfari Jamaíka en hann stýrir liðinu í fyrsta sinn annað kvöld gegn Argentínu.

433.is hefur sent fyrirspurn til Vöndu vegna málsins en Heimir Hallgrímsson var landsliðsþjálfari Íslands frá 2013 til 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Reynolds og McElhenney buðu aftur í ferð til Vegas – Borga allt

Reynolds og McElhenney buðu aftur í ferð til Vegas – Borga allt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sagði leikmaður Chelsea þetta við dómarann í gær? – Myndband

Sagði leikmaður Chelsea þetta við dómarann í gær? – Myndband
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Manchester United nú líklegast til að hreppa hann

Manchester United nú líklegast til að hreppa hann
433Sport
Í gær

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið
433Sport
Í gær

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það