fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
433Sport

Fullyrðir að Vanda hafi gert munnlegt samkomulag við Heimi í sumar en síðan hætt við

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. september 2022 15:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í dag er því haldið fram að Heimir Hallgrímsson hafi verið klár í að taka við A-landsliði karla í sumar.

Í þættinum er einnig fullyrt að Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ hafi þá gert munnlegt samkomulag við Heimi en hætt við á síðustu stundu.

„Ég hef mjög öruggar heimildir fyrir því að Vanda hafi verið búin að gera munnlegt samkomulag við Heimir Hallgrímsson í byrjumn júní. Heimir hafi verið með starfsliðið klárt,“ segir Mikael Nikulásson í Þungavigtinni í dag.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ / ©Anton Brink 2021

Íslenska liðið náði ágætis úrslitum undir stjórn Arnars Viðarssonar í júní. „Svo gerðu liðið þrjú jafntefli í júní og Vanda þorði ekki að taka þetta, hún hringdi í Heimi og hætti við. Hann var búin að samþykja að taka við A-landsliði karla og var með starfsliðið klárt. Þetta heyrði ég samkvæmt mjög góðum heimildum,“ sagði Mikael.

Heimir Hallgrímsson er í dag landsliðsþjálfari Jamaíka en hann stýrir liðinu í fyrsta sinn annað kvöld gegn Argentínu.

433.is hefur sent fyrirspurn til Vöndu vegna málsins en Heimir Hallgrímsson var landsliðsþjálfari Íslands frá 2013 til 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn
433Sport
Í gær

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“
433Sport
Í gær

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“
433Sport
Í gær

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin
433Sport
Í gær

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð