fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Sögur frá öðru Grænlandi

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það telst kannski ekki til tíðinda lengur að sjá bíómyndir gerðar eftir innflytjendur á Norðurlöndunum, en það er ekki alltaf sem þær eru gerðar af svo mikilli næmni. Zaman er Kúrdi frá Írak uppalinn í Noregi og fjallar hér um tilraunir landa sinna til að aðlagast norsku samfélagi. Kúrdar eru þjóð sem margt hefur mátt þola og þolir enn, og því áhugavert að sjá hlutina einu sinni frá þeirra sjónarhóli.

Gott og illt eru ekki einfaldar stærðir eins og í Hollywood-myndum, allir eru breyskir. Ungur kúrdískur strákur fer á stefnumót með norskri stelpu en finnst hún of feit, allir eru haldnir sínum fordómum. Miðaldra maður kynnist eldri konu og vill að hún hjálpi honum að fjármagna veitingastað, en á í erfiðleikum með að sætta sig við að hún eigi fjölbreytt ástalíf að baki. Og hermaður vill fá vinnu við bardagaíþróttir, en beitir alltof harðneskjulegum brögðum fyrir heimamenn. Að lokum sýnir hann örin og segir að löggan í Evrópu sé alltént skárri en sú tyrkneska.

Hér er afar mannleg mynd um alvöru fólk.

Sumir fá vinnu en ekki endilega greidd laun, en hér er ekki aðeins norska samfélagið að fást við heldur samfélög innan þess sem kvarðast í kringum Grönland-hverfið. Kona sér mann sem varð valdur að dauða eiginmanns hennar í heimalandinu og hyggur á hefndir. Eldri maður vill fá aðstoð frá kónginum sjálfum til að fá norskt vegabréf, ekki til þess að fá að búa í Noregi heldur til að komast aftur heim, en það eru jú örlög Kúrda að vera þjóð án ríkis.

Hér er afar mannleg mynd um alvöru fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“