fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Besti maður Íslands: „Alltaf eitthvað sem ég vil gera betur“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 23. september 2022 18:49

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska U-21 árs landsliðs karla tapaði fyrri leik sínum gegn Tékklandi 1-2 í Víkinni í dag.

Sævar Atli Magnússon kom íslenska liðinu yfir á 25. mínútu með marki af vítapunktinum. Matej Valenta jafnaði fyrir Tékka á 34. mínútu og Vaclav Sejk tryggði þeim sigurinn á 69. mínútu.

Lestu nánar um leikinn hér.

„Fyrst og fremst er ég svekktur. Mér fannst við betri en þeir í fótbolta, en þeir eru líkamlega sterkari og unnu baráttuna í dag,“ segir miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson við 433.is eftir leik. 

„Okkur leið öllum vel á vellinum. Mér fannst þeir ekki ógna okkur mikið. Við fundum allir að við getum unnið þetta lið. Við þurfum að fínpússa nokkra hluti og þá getum við unnið þetta lið úti.

Andri var valinn maður leiksins á 433.is. Hann var nokkuð sáttur með eigin frammistöðu.

„Mér fannst ég vera að berjast og spila frekar vel. Það er alltaf eitthvað sem ég vil gera betur. Ég kíki á leikinn og tek svo stöðuna eftir það.“

Seinni leikurinn fer fram á þriðjudag.

„Ég tel okkar eiga mikla möguleika. Mér fannst við klárlega geta unnið þennan leik. Við hefðum bara aðeins þurft að hafa okkar á hreinu og finna lausnir til að komast í gegnum þá. Við vorum með hellings tíma á bolta og nóg af plássi,“ segir Andri Fannar Baldursson, leikmaður U-21 árs landsliðsins. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag orðaður við óvænt starf í sumar

Ten Hag orðaður við óvænt starf í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Alfreð og Guðlaugur fallnir úr efstu deild í Belgíu – Freyr og félagar eiga möguleika

Alfreð og Guðlaugur fallnir úr efstu deild í Belgíu – Freyr og félagar eiga möguleika
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Maguire í kapphlaupi við tímann – Gæti misst af stórleiknum

Maguire í kapphlaupi við tímann – Gæti misst af stórleiknum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nunez orðaður við óvænt félag – Gæti tekið við af markavélinni

Nunez orðaður við óvænt félag – Gæti tekið við af markavélinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Í gær

Harðneita að þessi ungi maður sé 14 ára gamall: Fékk óvænt tækifæri fyrir helgi – ,,Hvað er hann með mörg vegabréf?“

Harðneita að þessi ungi maður sé 14 ára gamall: Fékk óvænt tækifæri fyrir helgi – ,,Hvað er hann með mörg vegabréf?“
Sport
Í gær

Kjartan ræðir hvernig samfélagið sameinaðist – „Mætti manni sem hann hafði oft séð áður en aldrei talað við, allt í einu voru þeir farnir að spjalla“

Kjartan ræðir hvernig samfélagið sameinaðist – „Mætti manni sem hann hafði oft séð áður en aldrei talað við, allt í einu voru þeir farnir að spjalla“