fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Scholes og Neville ræddu dimman dag á ferlinum – „Ég fór næstum því að gráta… Við héldum að þetta skipti ekki máli“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. september 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Scholes, goðsögn hjá Manchester United er í nýju viðtali við fyrrum samherja sinn, Gary Neville. Þar fara þeir félagar yfir víðan völl. Þeir ræddu meðal annars daginn erfiða um vorið 2012 þegar Manchester City varð Englandsmeistari á kostnað United.

City dugði sigur gegn QPR í lokaleiknum til að verða meistari. Á sama tíma mætti United Sunderland, sem liðið vann 0-1 með marki frá Wayne Rooney.

Bláliðar voru hins vegar 1-2 undir á heimavelli sínum þegar lítið var eftir. Leik United lauk á undan og útlitið bjart.

Mörk frá Edin Dzeko og Sergio Aguero í blálok leiksins tryggðu City hins vegar Englandsmeistaratitilinn á eins dramatískan hátt og mögulegt er.

„Ég fór næstum því að gráta. Það gerði það verra því við héldum að City yrði ekki í vandræðum með QPR. Við fórum til Sunderland og héldum að þetta skipti ekki máli,“ segir Scholes í viðtalinu.

„Við héldum ekki að við hefðum unnið deildina í leikslok. Maður hugsar ekki svoleiðis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn
433Sport
Í gær

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Í gær

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna