fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Hringdi í Maguire og bað hann afsökunar á ummælunum

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 22. september 2022 18:20

Harry Maguire á förum frá Manchester United? / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Merson, goðsögn Arsenal, bað Harry Maguire, leikmann Manchester United, afsökunar eftir ummæli sem hann lét falla árið 2019.

Merson var alls ekki hrifinn af kaupum Man Utd á Maguire vegna verðmiða leikmannsins en hann kostaði 80 milljónir punda.

Merson sagði að það væri fáránleg ákvörðun af hálfu Man Utd að borga þessa upphæð fyrir Maguire sem lék á þessum tíma með Leicester.

Hann nefndi einnig að Maguire liti vel út í þriggja hafsenta kerfi í enska landsliðinu sem væri blekkjandi þegar kom að hæfileikum leikmannsins,

Merson vissi sjálfur um leið að hann hefði farið yfir strikið og hringdi í varnarmanninn til að biðjast afsökunar.

,,Þetta var bara mín skoðun. Ég hringdi í Brendan Rodgers [stjóra Leicester] og bað um númerið hjá Maguire. Mér leið ekki þægilega,“ sagði Merson.

,,Ég þurfti að hringja í hann og segja að ég væri ekki sammála 80 milljóna punda verðmiðanum en að ég hefði ekki átt að segja það sem ég sagði, ég fór yfir strikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mancini að taka að sér áhugavert starf

Mancini að taka að sér áhugavert starf
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?