fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Bílabíó RIFF sýnir gamanmynd með Will Ferrel

Fókus
Þriðjudaginn 20. september 2022 20:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílabíó RIFF verður haldið laugardaginn 24. September kl. 19. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir á efra bílastæðaplani við verslunarmiðstöðina Smáralind þar sem tekið verður vel á móti bíó þyrstum bílstjórum og vinum þeirra. Myndin sem sýnd verður að þessu sinni er Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby.

Bílabíó RIFF eru vel sóttir viðburðir og gefa þeim færi að sækja kvikmyndasýningar á stórum skjá sem ekki geta nýtt sér þjónustu hefðbundinna kvikmyndahúsa. Bílabíó eru skemmtileg tilbreyting við hefðbundnar kvikmyndasýningar og skapa hliðstæðu við menningarheim Bandaríkjanna sem gerði bílabíósýningar ódauðlegar á síðustu öld.

Sýningin er í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Ergo sem sérhæfir sig í fjármögnun atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis fyrir rekstraraðila og fjármögnun bíla og ferðavagna fyrir einstaklinga. Ergo byggir á yfir 30 ára reynslu og þekkingu en fyrirtækið er í eigu Íslandsbanka.

Bílabíó RIFF er gestum að kostnaðarlausu svo fyrstir koma – fyrstir fá. Ekki missa af þessum skemmtilega viðburði!

Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby

Adam McKay, US, 2006

Handritið er skrifað af Adam McKay og Will Ferrel og fjallar um Ricky Bobby, sem fæðist í bíl, ekið á ofsahraða. Ricky hefur þess vegna gríðarlega þörf til að vera á mikilli ferð og sækist eftir því að komast að í NASCAR kappakstrinum. Söguhetjan lendir í alls kyns mótlæti, í anda Ferrel mynda, og tekst á við ólík og einkennileg vandamál með kómískum hætti. Myndin er hlaðin úrvali þekktra gamanleikara. Auk Ferrel fara John C. Reilly, Sacha Baron Cohen, Leslie Bibb, og Amy Adams með hlutverk í myndinni. NASCAR bílstjórarnir Jamie McMurray og Dale Earnhardt Jr. fara einnig með aukahlutverk í myndinni.

Um RIFF

RIFF er nú haldin í nítjánda skiptið og fer fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár. Hátíðin hefur skipað sér á bás sem ein eftirsóttasta kvikmyndahátíð Norðurlanda. Meginhlutverk RIFF er að tryggja víðtækt úrval af hágæða, óháðri kvikmyndaframleiðslu með áherslu á unga kvikmyndagerðarmenn. Tilgangur hátíðarinnar er að vekja áhuga á kvikmyndamenningu, auka kvikmyndalæsi og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi með áherslu á alþjóðlega strauma. RIFF er einnig ætlað að skapa farveg fyrir viðskipti, nýsköpun, listsköpun, myndun alþjóðlegs tengslanets og samræðu við samfélagið og samtímann. RIFF er óháð hátið, rekin án hagnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld