fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Bogi Ágústsson og fleiri blanda sér í ólgusjóinn í Vesturbæ – „Þetta er dropinn sem fyllti mælinn“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 13:00

Páll Kristjánsson og Bogi Ágústsson / Samsett Mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikill hiti í kringum kvennalið KR þessa stundina. Fall liðsins niður í Lengjudeild var endanlega staðfest með tapi í fyrradag. Umgjörðin í kringum það hefur þá verið harðlega gagnrýnd. Þjálfari liðsins, Arnar Páll Garðarsson hefur ákveðið að taka sök á sig í málinu en gerir það aðeins vegna þess að enginn annari gerir það.

Í fyrradag var kvartað yfir því að sjúkrabörur hafi vantað þegar leikmaður KR meiddist. Þá hefur verið í fréttum fyrr í sumar að vallarþul og vallarklukku hafi vantað á einum leik liðsins.

Bogi Ágústsson fréttamaður á RÚV og einn þekktasti stuðningsmaður KR á landindu hefur ákveðið að blanda sér í málið eftir að Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR fór í viðtal í gær. ,,Það er verið að ráðast á fólkið sem er að gefa vinnuna sína,“ segir formaður knattspyrnudeildar KR í viðtalið við Stöð-2. Nei, Páll það er verið að gagnrýna þig og aðra forystumenn knattspyrnudeildar,“ skrifar Bogi í færslu í Facebook hópnum, Já, ég styð KR!.

Eins og segir fréttinni á Vísi; ,,Stjórn KR er harðlega gagngrýnd fyrir umgjörð á leikjum kvennaliðsins í sumar og er sökuð um algjört áhugaleysi gagnvart liðinu.“ Þetta er ekki gagnrýni á sjálfboðaliða,“ skrifar Bogi.

Fleiri taka í sama streng:

Þórunn Elísabet Bogadóttir dóttir Boga svarar innleginu og segir. „Formaðurinn veit alveg jafn vel og við hin (og væntanlega betur) að þetta snýst ekki um það að ekki hafi verið hægt að manna sjúkrabörur á einum leik vegna skorts á sjálfboðaliðum,“ skrifar Þórunn.

„Eins og einhver sagði hér að neðan, þetta er dropinn sem fyllti mælinn eftir margra ára óánægju. Við erum væntanlega öll þakklát fólki sem gefur sér tíma í sjálfboðaliðastörfin. Við vitum líka öll að það er tiltölulega nýbúið að skipta um fólk á mörgum póstum innan félagsins, og það tekur tíma að byggja upp. Af hverju ekki bara að taka gagnrýnina til skoðunar, viðurkenna að ekki hefur verið nægilega vel staðið að málum og búa til plan um að gera betur? Ég held að fólk væri alveg til í að gefa ýmsa sénsa og hjálpa til ef málin væru lögð þannig upp, en ekki eins og hér er gert.“

Gaui M. Þorsteinsson tekur í svipaðan streng og hjólar í formann knattspyrnudeildar. „Held að þessi formaður hafi opinberað vanhæfi sitt með þessu. Það vita allir nema þá hann að þetta er margra mánaða vandamál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Í gær

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu