fbpx
Laugardagur 04.október 2025
Pressan

Indversk stjórnvöld sökuð um að láta Kínverjum eftir land í Himalaya

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. september 2022 20:00

Indverskir hermenn nærri kínversku landamærunum. Mynd: EPA-EFE/STRINGER

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indverjar, sem búa nærri umdeildum landamærum Indlands og Kína í Himalaya, hafa sakað indversk stjórnvöld um að hafa látið Kínverjum eftir land í kjölfar samnings ríkjanna um að kalla hermenn sína frá svæðum sem þau hafa deilt um.

Öðru hvoru hefur komið til átaka á þessum svæðum en ríkin hafa nú samið um að koma upp hlutlausu svæði á þessum svæðum. Í byrjun mánaðarins byrjuðu hersveitir beggja ríkja að draga sig frá Gogra-Hot Springs svæðinu eftir að samningar náðust á milli ríkjanna.

The Guardian segir að indverska ríkisstjórnin segi að samningurinn kveði á um hvar landamæri ríkjanna liggi við þau svæði sem ríkin hafa deilt um. Á milli þeirra verði hlutlaus svæði sem ekki megi senda hermenn inn á.

En hvað sem því líður þá segja Indverjar, sem búa nærri þessum svæðum, að hlutlaus svæði hafi verið sett upp á svæðum sem áður voru undir indverskum yfirráðum. Þeir segja einnig að kínverskar hersveitir séu enn á þeim svæðum sem ríkin hafa deilt um eða jafnvel langt inni á indversku yfirráðasvæði.

Einn sveitarstjórnarmaður á svæðinu sagði að indverski herinn sé að yfirgefa svæði sem ekki var deilt um og á meðan séu kínverskar hersveitir að koma sér fyrir á svæðum sem Indverjar hafi  verið með á sínu valdi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar reyndu að fá fréttamann BBC með sér í lið – „Þú þyrftir aldrei að vinna aftur“

Hakkarar reyndu að fá fréttamann BBC með sér í lið – „Þú þyrftir aldrei að vinna aftur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrollvekjandi myndband: Göngumaður féll til bana – Losaði öryggisreipið til að taka mynd

Hrollvekjandi myndband: Göngumaður féll til bana – Losaði öryggisreipið til að taka mynd
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vegfarendur fundu nýfætt barn í pappakassa

Vegfarendur fundu nýfætt barn í pappakassa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ellefu úr sömu fjölskyldunni dæmdir til dauða

Ellefu úr sömu fjölskyldunni dæmdir til dauða
Pressan
Fyrir 6 dögum

Björn í búð olli usla – Sló til níræðrar konu áður en annar viðskiptavinur lóðsaði hann út

Björn í búð olli usla – Sló til níræðrar konu áður en annar viðskiptavinur lóðsaði hann út
Pressan
Fyrir 6 dögum

Töldu að Mike hefði drukknað og að krókódílar hefðu étið hann – Sannleikurinn var verri en nokkur gat ímyndað sér

Töldu að Mike hefði drukknað og að krókódílar hefðu étið hann – Sannleikurinn var verri en nokkur gat ímyndað sér