fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Kári segir að heimsfaraldrinum fari líklega að ljúka

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 09:02

Kári Stefánsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku sagði forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO að heimsfaraldur kórónuveirunnar sé í rénun og Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lýsti því yfir um helgina að faraldrinum væri lokið í Bandaríkjunum.

„Ég hef lokað skilningarvitum mínum fyrir öllu tengdu Covid,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við Fréttablaðið. Hann sagðist þó telja líklegt að honum fari að ljúka.

Hann benti á mikilvægi örvunarskammta og tók sem dæmi að ef „títer“ sé notað, það er relatívur mælikvarði sem er notaður til að mæla mótefnamagn í blóði, hafi hann verið með 17.500 títer í ágúst í fyrra eftir að hann fékk þriðja bóluefnaskammtinn. Þegar hafi verið komið fram á vor hafi gildið verið komið niður í 2.750. „Ég sýktist síðan af veirunni í apríl og eftir það var ég með 63.000 títer.“ „Þetta eru ekki flókin vísindi,“ sagði Kári og bætti við að COVID sé ólík mörgum öðrum veirusýkingum því oftar þurfi að skerpa á mótefninu með örvunarskömmtum.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax