fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Meint kynþáttaníð í leik Guðlaugs Victors – Rooney hrósað í hástert fyrir viðbrögð sín

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 19. september 2022 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom upp leiðinda atvik í leik Inter Miami og DC United í MLS-deildinni vestanhafs í gær. Fyrrnefnda liðið var þá nálægt því að ganga af velli og jafnvel gefa leikinn vegna meints kynþáttníðs af hálfu leikmanns DC.

Taxiarchis Fountas er sakaður um að hafa beitt Damion Lowe í liði Inter kynþáttaníði.

Wayne Rooney er stjóri DC á meðan fyrrum liðsfélagi hans Phil Neville er við stjórnvölinn hjá Inter. Þeir ræddu saman á hliðarlínunni eftir að meint atvik kom upp. Að lokum fór það svo að Rooney tók Fountas af velli.

„Ég var tilbúinn að gefa leikinn til að senda skilaboð,“ sagði Neville eftir leik. Hann hrósaði svo Rooney. „Mér hefur alltaf fundist hann vera klassanáungi og að mínu mati gerði hann eitthvað sem skiptir meira máli en nokkuð mark sem hann skoraði á ferlinum (með því að taka Fountas af velli.“

„Við erum félag sem er stolt af fjölbreytileika sínum. Það er ekkert pláss fyrir rasisma í knattspyrnuheiminum eða samfélaginu. Orðið sem var notað er ekki ásættanlegt. Þetta er versta orð í heimi,“ sagði Neville.

Rooney vildi ekki tjá sig mikið um málið. „Það kom kvörtun og ég er viss um að þetta verður rannsakað. Meira get ég ekki sagt.“

Guðlaugur Victor Pálsson er á mála hjá DC United. Hann lék allan leikinn í gær. Lauk honum 2-3 fyrir Inter Miami.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Í gær

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu