fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Pressan

Biden lýsir yfir endalokum kórónuveirufaraldursins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. september 2022 06:45

Biden segir að faraldrinum sé lokið í Bandaríkjunum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

COVID-19 veldur enn vanda en faraldrinum er lokið í Bandaríkjunum. Þetta sagði Joe Biden, forseti, í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum á CBS sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi.

Hann sagði að COVID-19 valdi enn vandræðum og enn séu mörg verkefni tengd veirunni en faraldrinum sé lokið. „Þið hafið kannski tekið eftir að enginn notar andlitsgrímu. Allir virðast vera í góðu formi svo ég held að þetta sé að breytast,“ sagði Biden.

Dregið hefur úr áhrifum faraldursins samhliða því að Bandaríkjamenn hafa fengið aðgang að betri meðferð og fleiri bóluefnum.

Tölur frá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum sýna þó að enn látast mörg hundruð Bandaríkjamenn á degi hverjum af völdum COVID-19.

Áhrifa veirunnar gætir einnig í opinberum fjármálum en Biden hefur beðið þingið um fjárveitingu upp á 22,4 milljarða dollara til að takast á við væntanlega fjölgun smita í haust.

Samkvæmt tölum frá heilbrigðisyfirvöldum smitast tæplega 60.000 manns að meðaltali á sólarhring. Að meðaltali eru 4.317 lagðir inn á sjúkrahús á degi hverjum vegna COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband