fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Rússar birtu myndband af mikilfenglegri loftárás – En ekki var allt sem sýndist

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. september 2022 05:17

„Prammanum“ grandað. Skjáskot/Rússneska varnarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku birti rússneska varnarmálaráðuneytið myndband sem sýndi árás í Úkraínu. Um árás fullkomnustu herþyrlna Rússa var að ræða. Myndbandið er flott og við fyrstu sýn ekki annað að sjá en að um velheppnaða árás hafi verið að ræðan. En þegar myndbandið er skoðað aðeins betur sést að ekki er allt sem sýnist.

Ráðuneytið segir að myndbandið sé ófalsað og sýni árás á úkraínskar sérsveitir sem voru að sögn siglandi á leið yfir ána Dnipor, nærri Zaporizjzja kjarnorkuverinu. Myndbandið var birt á Telegram.

Ráðuneytið dró heldur enga dul á að úkraínsku sérsveitarmennirnir hefðu verið drepnir með einu fullkomnasta vopni Rússa, Árásarþyrlum af gerðinni Ka-52, oft nefndar „Krókódíll“ og Vikhr-eldflaugum.

Ka-52 þyrla sem tók þátt í árásinni. Skjáskot/Rússneska varnarmálaráðuneytið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrir þá sem ekki þekkja til rússneskra vopna þá er rétt að taka fram að Ka-52 hefur lengi verið talin ein besta árásarþyrla heims af mörgum sérfræðingum. Vikhr-eldflaugar hennar geta komist í gegnum tíu sentimetra þykkar stálplötur.

Vikhr flugskeyti á Ka-52 þyrlu. Skjáskot/Rússneska varnarmálaráðuneytið

 

 

 

 

 

Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins sagði að Vikhr-flugskeytum hefði verið skotið á pramma, sem úkraínskir sérsveitarmenn voru á, þegar reynt var að sigla honum yfir Dnipor. Var yfirlautinanti að nafni Daniil þakkað fyrir velheppnaða árás.

Daniil yfirlautinant. Skjáskot/Rússneska varnarmálaráðuneytið

 

 

 

 

 

 

 

 

Árásin

Í öðru myndbandi, sem var birt á Telegram, sagði Daniil frá árásinni og sagði að úkraínsku sérsveitarmennirnir hefðu líklega átt að ná Zaporizjzjakjarnorkuverinu úr höndum Rússa.

Af myndböndunum má ráða að úkraínsku sérsveitarmennirnir hafi ákveðið að sigla yfir Dnipor í dagsbirtu án þess að njóta stuðnings úr lofti eða af landi.

Hér eru rússnesku þyrluflugmennirnir með skotmarkið í sigtinu. Skjáskot/Rússneska varnarmálaráðuneytið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Daniil segir að áhöfn Ka-52 hafi skotið flugskeyti á prammann úr átta kílómetra fjarlægð og það sama hafi áhöfn annarrar þyrlu gert.

Í myndbandinu sést greinilega að þyrlan miðar á hvíta ferhyrning sem getur í raun líkst landgöngupramma.

Þarna gæti sögunni verið lokið en svo er nú ekki.

Fólk, sem þekkir staðhætti vel, grandskoðaði myndbandið og fannst hvíti ferhyrningurinn vera kunnuglegur.

Ekki leið á löngu áður en Úkraínumaður að nafni Pavlo sagði fylgjendum sínum á Twitter nákvæmlega hvar myndbandið var tekið upp. „Hér segja rasistarnir að þeir hafi eyðilagt pramma með sérsveitarmönnum. En í raun er þetta brúarstólpi nærri Kamianka-Dniprovsk. Það voru bara fuglarnir sem misstu hreiður sín,“ skrifaði hann og birti hnit stólpans.

Ef myndir af skjá þyrlunnar eru bornar saman við myndir af brúarstólpanum eru greinileg líkindi.

Það sem Rússar sögðu að væri úkraínskur prammi var í raun stór brúarstólpi í um 14 km fjarlægð frá kjarnorkuverinu.

Hér er brúarstólpinn sem Rússarnir skutu á. Skjáskot/Rússneska varnarmálaráðuneytið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stólpinn var steyptur af nasistum 1943 eftir innrás Þjóðverja í Sovétríkin og hann var sá eini sem stóð eftir, eftir að Þjóðverjar sprengdu brúna í loft upp 1944.

Það er því auðvitað spurning hvort það hafi verið hluti af „afnasistavæðingu“ Úkraínu að sprengja brúarstólpann en Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur sagt að eitt af markmiðunum með innrásinni sé að „afnasistavæða“ Úkraínu.

Afhjúpunin á þessu falsaða myndbandi rússneska varnarmálaráðuneytisins hefur vakið viðbrögð Rússa sem styðja stríðsreksturinn. Til dæmis var fjallað um málið á Telegramrásinni Grey Zone, sem hefur náin tengsl við Wagnerhópinn, sem er fyrirtæki sem útvegar rússneskum yfirvöldum málaliða, og sagt að svo virðist sem tekist hafi að afnasistavæða brúarstólpann. Einnig var kaldhæðin sneið send til rússneskra yfirvalda: „Það er hugsanlegt að mávarnir, sem tóku sig á flug frá stórkostlegu steypustykkinu í myndbandinu, hafi verið búnir til í tilraunastofu til að vinna skemmdarverk.“ Er þar vísað til staðhæfinga rússneskra yfirvalda um að Úkraínumenn reki rannsóknarstofur þar sem lífefnavopn séu framleidd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd