fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Mane orðinn blóraböggull í Þýskalandi – Týndur í tapinu í gær

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. september 2022 09:12

Sadio Mane.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sadio Mane, leikmaður Bayern Munchen, er mikið í umræðunni í Þýskalandi þessa stundina en gengi liðsins hefur ekki verið frábært til þessa.

Bayern tapaði 1-0 gegn Augsburg í gær og hefur nú ekki unnið leik í síðustu fjórum umferðum.

Mane er í raun blóraböggullinn en hann kom til Bayern í sumar og átti að leysa Robert Lewandowski af hólmi sem fór til Barcelona.

Mane hefur skorað þrjú mörk í sjö leikjum í Bundesligunni en virðist ekki finna sig í því hlutverki sem hann spilar í Þýskalandi.

Talað er um að Bayern sé að nota Mane vitlaust og að hann sé betri á vængnum frekar en fyrir miðju.

Mane skoraði 120 mörk í 269 leikjum fyrir Liverpool á sex árum og 23 af þeim komu á síðustu leiktíð.

Stuðningsmenn Bayern hafa töluverðar áhyggjur af gangi mála og telja að Mane sem fremsti maður sé ekki lausnin við brottför Lewandowski.

Hann var langt frá því að vera sannfærandi í tapinu í gær og komst lítið í takt við leikinn eins og hefur áður gerst á tímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfestir áhuga á leikmanni Barcelona sem verður þó áfram

Staðfestir áhuga á leikmanni Barcelona sem verður þó áfram
433Sport
Í gær

Þetta sé eina áhyggjuefnið fyrir sumarið hjá Stelpunum okkar

Þetta sé eina áhyggjuefnið fyrir sumarið hjá Stelpunum okkar
433Sport
Í gær

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“
433Sport
Í gær

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Í gær

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann