fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Sektaður fyrir að borða ís í miðborg Rómar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. september 2022 21:00

Horft yfir Róm. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur ferðamaður var nýlega sektaður um 540 evrur fyrir að brjóta eina af „umgengnisreglum Rómarborgar“ með því að setjast við gosbrunn í borginni og borða ís.

Lögreglan hafði afskipti af manninum, sem er 55 ára, um klukkan eitt að nóttu þar sem hann sat við Fontana dei Catecumeni gosbrunninn á litlu torgi í Monti hverfinu.

Gosbrunnurinn var gerður 1589 af Battista Rusconi og er vinsæll staður fyrir næturhrafna sem eiga það til að safnast saman við hann. Daginn áður en maðurinn var staðinn að ísáti við gosbrunninn var borði settur upp í kringum hann til að koma í veg fyrir að fólk sæti á tröppunum. Þessi borði hafi verið rifinn niður og því hafði maðurinn ekki hugmynd um að ekki mætti sitja á tröppunum. The Guardian skýrir frá þessu.

Dagblaðið la Repubblica segir að maðurinn hafi ekki fært sig úr stað þegar lögreglumenn sögðu honum að gera það og því var hann sektaður.

Maðurinn sagðist ekki hafa vitað að hann væri að brjóta bann við því að borða, drekka og sitja á eða við gosbrunna í Róm. Reglur voru settar um þetta í borginni árið 2017 til að reyna að bæta umgengni fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Í gær

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum