fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
433Sport

Vendingar í málum Ronaldo – Fær ný staða hann til að skipta um skoðun?

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 08:57

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo er í snúinni stöðu hjá félagi sínu, Manchester United. Kappinn gæti leitað annað í janúar.

Hinn 37 ára gamli Ronaldo reyndi hvað hann gat til að komast frá United í sumar en allt kom fyrir ekki. Hann þráir að spila áfram í Meistaradeild Evrópu, en ekkert félag þar virtist til í að taka sénsinn á honum.

Nú er Portúgalinn orðinn varamaður undir stjórn Erik ten Hag hjá United.

Í sumar hafnaði Ronaldo rosalegu tilboði frá Sádi-Arabíu. Talið er að það hafi verið frá Al Hilal. Hljóðaði það upp á 211 milljónir punda í árslaun.

Ronaldo var ekki til í að fara til Sádi í sumar. Enskir miðlar fjalla hins vegar um að nú gæti hann verið mun opnari fyrir því. Hann fær hvort sem er ekki Meistaradeildarfótboltann sem hann vill á Old Trafford.

Auk Al Hillal er Al Nassr sagt hafa áhuga á þessum frábæra leikmanni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ísland vann og tryggði efsta sætið

Ísland vann og tryggði efsta sætið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Veðmálin verða til umræðu í Laugardalnum

Veðmálin verða til umræðu í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Jorginho búinn að velja sér áfangastað

Allt klappað og klárt – Jorginho búinn að velja sér áfangastað
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta eru möguleikar Antony í sumar – United búið að smella á hann verðmiða

Þetta eru möguleikar Antony í sumar – United búið að smella á hann verðmiða
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
United horfir til Mbeumo
433Sport
Í gær

Reif fram rúmar 8 milljónir um helgina til þess að fá kvöldstund með Alberti og Gumma Ben

Reif fram rúmar 8 milljónir um helgina til þess að fá kvöldstund með Alberti og Gumma Ben
433Sport
Í gær

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram
433Sport
Í gær

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar
433Sport
Í gær

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku