fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Tókst ekki að nýta eitt stærsta tækifæri ferilsins – ,,Vantaði upp á vinskapinn og virðinguna“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. september 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luiz Felipe Scolari hefur tjáð sig um stuttan tíma sem hann eyddi hjá Chelsea á sínum tíma en hann var ráðinn til félagsins árið 2008.

Þar þurfti Scolari að vinna með stórum persónuleikum á borð við Didier Drogba og Nicolas Anelka.

Scolari átti mjög skrautlegan feril sem knattspyrnustjóri en hann er í dag 73 ára gamall og starfar hjá Athletico Paranaense í Brasilíu.

Scolari náði aldrei því besta úr leikmannahóp Chelsea og var það að hluta til því hann lenti upp á kant við helstu stjörnur liðsins.

,,Chelsea var í ákveðnum meiðslavandræðum og ég þurfti að vera leiðtoginn sem varð til þess að ég lenti upp á kant við einn eða tvo leikmenn,“ sagði Scolari.

,,Anelka og Drogba. Sjúkraliðið taldi að við ættum að leyfa Drogba að fara og jafna sig í Cannes um mitt sumar. Ég taldi að hann ætti að vera áfram í London.“

,,Ég væri líka til í að fara til Cannes um sumartímann og vera það í mánuð eða tvo og njóta lífsins.“

,,Þegar hann sneri aftur þá reyndi ég að aðlagast því að Drogba og Anelka gætu spilað saman. Anelka var markahæstur í deildinni. Við funduðum með Anelka sem sagðist aðeins spila eina stöðu.“

,,Það vantaði aðeins upp á vinskapinn og virðinguna. Þeir voru báðri frábærir en einhver þurfti að sinna öðru hlutverki, að hjálpa þegar boltinn tapaðist.“

,,Þeir vildu engum illt en þetta gerðist og ég tapaði einu af stærstu tækifærum ferilsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Í gær

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona